Greinar
Skákglósur - Tungumál skákarinnar!

Skákglósur - Tungumál skákarinnar!

Avatar of erik
| 435 | Fyrir Byrjendur

Skákglósur eru hentug leið til þess að fylgjast með skákum, svo að þú getir endurspilað þær til að læra leikfræði, skilja mistök, eða gengið í augun á vinum þínum. Prófaðu skákglósur í næstu skák - þú munt komast að því að ekkert veitir meiri gleði en upphrópunarmerki eftir leik sem tryggir sigur í skákinni.

Algebru glósur

Einfaldasta og algengasta form glósa er kallað algebru glósur. Þar eru ásar skákborðsins númeraðir með stöfum og tölum.

Í þessari skýringarmynd er hvíti kóngurinn á reit c3 og svarti kóngurinn á h5.

Röð 1 er endi borðsins þar sem hvítur byrjar; svartur byrjar í röð 8. Dálkarnir eru með bókstöfum frá vinstri til hægri.

Til viðbótar eru hástafir notaðir fyrir skákmennina eins og hér segir:
K: Kóngur
D: Drottning
H: Hrókur
B: Biskup
R: Riddari
P: Peð (þó að P sé yfirleitt sleppt úr glósunum)

How to Write a Chess Move

Hvernig á að skrá leik?

Til að skrá leik, gefðu upp nafn mannsins og nafnið á reitnum sem hann fer til. Ef hann er drepinn setjum við x fyrir framan reitinn.

Til dæmis, í þessari skák er fyrsti leikur hvíts Rc3: riddari til c3. Svartur svarar með f5 (munum að P er sleppt). Hvítur leikur e4 og svartur drepur peðið, fxe4, f drepur e4. Dálkurinn f kemur í staðinn fyrir nafnið á peðinu. Hvítur drepur, Rxe4. Restin er skrifuð sem:

... Rf6

Rxf6+ gxf6

Dh5#

+er táknið fyrir skák og # er táknið fyrir mát.

Sérstök merki

x: drepur

0-0: hrókerar á kóngsvæng
0-0-0: hrókerar á drottningarvæng
+: skák
#: mát
!: góður leikur
?: slæmur leikur

fleiri ! og ? má bæta við til áhersluauka.

Hvernig varast skal tvíræðni

Hd1 er ekki nóg til að lýsa þessum leik--hvaða hrókur?

Í aðstæðum þar sem venjulegar glósur eru tvíræðar, bættu þá við einum tölu- eða bókstaf til að segja hvaðan maðurinn var að koma. Hérna væri hægt að segja Had1; hrókur frá a til d1. Þegar peð drepur, láttu þá upprunareitinn alltaf fylgja með, til dæmis: fxe4 og gxf6.

Other Chess Notation

Aðrar glósur

Flestir skákmenn í dag nota algebru glósur, en hér eru nokkur afbrigði:

Langar algebru glósur gefa upp upprunareitinn sem og áfangasstaðinn í hverjum leik.

Lýsandi glósur, sem eru eldra kerfi, gefa reitum skákborðsins nöfn. Sem dæmi er c röðin kölluð DB, eða drottningar biskups röð. Þetta tekur mið af sjónarhorni hvors leikmanns fyrir sig. Hvítur myndi tala um DB3, en svartur um DB6.

Hladdu niður ókeypis glósublöðum.

Þú getur hlaðið niður ókeypis stigablöðum hér, eða keypt stiga eins og þessa til að skrá stöðuna, en það er líka mögulegt að byrja bara með venjuleg línustrikuð blöð.

Printable Chess Scoresheet

erik
Erik

[Please Note: Don't send me Tech Support, Abuse Reports, or other "Site" issues. Please contact Chess.com Support for those things. But I do love thank you notes and personal messages! Thank you!]

Yes, I am the guy who started Chess.com (along with Jay, Igor, Piotr, and many others). I have 3 amazing daughters, one wild son, and a wonderful, patient wife! I learned chess when I was 8 years old. Since then I have been playing, studying, and enjoying it regularly. I prefer semi-open and closed positions that blow up tactically (like the Closed Sicilian, King's Indian, Glek etc). 

Want to know more about how Chess.com got started? Read about it here!